Textíll, efni, tölur, áhöld og fleira
Nýtt verður til úr gömlu

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Skapandi tækni

Sundur tekið og saman sett | Endurnýtingarsmiðja

Sunnudagur 10. mars 2024

Fatnaður í endurnýjun lífdaga

Mikið er rætt um ofgnótt fatnaðar og textíls og að nauðsynlegt sé að hemja neysluna.

Þennan sunnudag er ætlunin að kanna möguleika á að nota eitthvað af þeim flíkum sem liggja ónotaðar í skápum og skúffum og gera eitthvað nýtt úr þeim án þess að fyrir þeim breytingum liggi ákveðin uppskrift.

Sköpun og tilraunamennska verða leiðarljós smiðjunnar sem leidd er af Öldu Sigurðardóttur.

Í smiðjunni er hægt að spreyta sig á að breyta, bæta eða útbúa eitthvað alveg nýtt úr gömlum flíkum eða textíl sem ekki lengur í notkun. Farið verður yfir nokkrar aðferðir sem hægt er að nota í því skyni . Þátttakendur taki með sér gamlar gallabuxur, stuttermabol og leðurjakka/tösku og hvað eina sem við hendina er og má klippa niður.

Skæri og sprettuhnífur velkomin með en eitthvað af áhöldum og efniviði sem hægt er að nota við breytingarnar, verða þó á staðnum.

Alda Sigurðardóttir er myndlistarmaður en hún hefur mikla reynslu af búningagerð, útsaumi og ýmiskonar hönnun og hefur gjarnan haft endurvinnslu efna að útgangspunkti.

Öll velkomin og skráning ekki nauðsynleg

 

Facebook viðburður 

Nánari  upplýsingar veita:

Katrín Guðmundsdóttir
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250

Alda Sigurðardóttir
alda@alvara.is