Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla

Fræðslukaffi | Jurtalitun

Fimmtudagur 11. apríl 2024

Guðrún Bjarnadóttir hefur um árabil litað band með jurtum. Guðrún er náttúrufræðingur að mennt og hefur kennt m.a. við Landbúnaðarháskólann. Hún notar gamlar aðferðir við jurtalitun en nýtir sér nútímatækni s.s. rafmagn og góða potta. Hún byrjaði að lita með jurtum  eftir að hafa rekist á heimildir um slíkar aðferðir þegar hún vann að MS ritgerð sinni um grasnytjar á Íslandi. 

Á þessu handverkskaffi mun hún fræða okkur um jurtalitun í aldanna rás og fara yfir litunartímabilin í Íslandssögunni. Fjallað verður um hvaða hlutverki litunin gegndi og hvaða jurtir voru notaðar á hverjum tíma. 

Guðrún Bjarnadóttir rekur Hespuhúsið sem er staðsett rétt við Selfoss. Hespuhúsið er jurtalitunarstofa og geta gestir litið við og fengið að kíkja í pottana. 

Öll velkomin með handavinnuna í farteskinu. 
 

Facebook-viðburður

Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170 

 

 

Bækur og annað efni