Fyrirlestraröð í tilefni Fjölmenningardagsins

Fyrirlestraröð í tilefni Fjölmenningardagsins 9. maí

Margradda maí í Borgarbókasafninu
Málefni innflytjenda | Kynningar á rannsóknum

Dagskráin er í tilefni Fjölmenningardags Reykjavíkurborgar þann 9. maí nk. og er hún á vegum mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og Borgarbókasafnsins. Allir hjartanlega velkomnir.

Dagskrá:

Mánudagur 4. maí kl. 12.00 – 13.00
Viðbrögð Íslendinga við erlendum hreim
Stefanie Bade, doktorsnemi í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands

Gagnrýni og von. Kenningar og hugmyndir Nieto og Cummins um fjölmenningarlega menntun og gildi þeirra fyrir íslenskt skólastarf.
Oddný Sturludóttir meistaranemi í menntavísindum við Háskóla Íslands  og fyrrverandi borgarfulltrúi

Þriðjudagur 12. maí kl. 12.00-13.00
Fjölmenning og daglegt líf bosnísks Rómafólks í Róm
Dr. Marco Solimene, Ph.d og nýdoktor við Háskóla Íslands

Hverjar eru húsnæðisaðstæður meðal pólskra innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu?
Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir forstöðumaður MIRRA og Anna Wojtynska  doktorsnemi í  mannfræði við Háskóla Íslands

Þriðjudagur 19. maí kl. 12.00 - 13.00
Staðalímyndir og menningaraðlögun asískra kvenna á Íslandi
Cynthia Trililani MA í menntunarfræðum og nemi í kynjafræði við Háskóla Íslands. 

Að tilheyra: Upplifanir og reynsla nokkurra Nepala á Íslandi
Ása Guðný Ásgeirsdóttir doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands

 

Nánari upplýsingar um fyrirlestrana:

Mánudagur 4. maí kl. 12.00 – 13.00
Stefanie Bade – Viðbrögð Íslendinga við erlendum hreim
Doktorsverkefni Stefanie beinist að því að rannsaka viðbrögð Íslendinga við erlendum hreim og hugsanlega staðalímyndir tengdar hreimnum. Fyrstu niðurstöður rannsóknar hennar benda til þess að Íslendingar eru tiltölulega umburðarlyndir gagnvart erlendum hreim og að þá skipti ekki miklu máli hvort íslenskan sé töluð málfræðilega rétt eða án hreims. Hins vegar eru vísbendingar um það að erlendur hreimur er tengdur staðalímyndum um ákveðnar þjóðir eða upprunasvæði og krefst það frekari rannsókna. 

Oddný Sturludóttir - Gagnrýni og von. Kenningar og hugmyndir Nieto og Cummins um fjölmenningarlega menntun og gildi þeirra fyrir íslenskt skólastarf.                                                        
Skrif þeirra snerta marga anga fjölmenningarlegs skólastarfs, allt frá virku tvítyngi til hápólitískra álitamála svo sem stöðu menntunar og skólans sem stofnunar í samfélaginu, kynþáttafordóma, réttlæti og jöfnuð. Bæði nálgast þau fjölmenningarlega menntun sem heildstæða menntun. Þau telja að skólastarf í heild sinni eigi að skoða í samhengi við breytt samfélagsmynstur, fjölmenningu og margbreytileika. 

Þriðjudagur 12. maí kl. 12.00-13.00
Dr. Marco Solimene – Fjölmenning og daglegt líf bosnísks Rómafólks í Róm
My paper engages with the question of multiculturalism from an anthropological standpoint. By discussing the ideas about Gypsy/Roma identity, and putting them in relation with the everyday life of a group of Bosnian Roma migrated to Italy, I will show how labels such as “Gypsy”, “Nomad”, “Immigrant” or “Foreigner” obscure the relations between these Roma and Italian majority society, and instead legitimize processes of discrimination and marginalization.
 
Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir og Anna Wojtynska  - Hverjar eru húsnæðisaðstæður meðal pólskra innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu?                                                                                      
Í erindinu verða helstu niðurstöður samnefndrar rannsóknar sem MIRRA – Miðstöð InnflytjendaRannsókna ReykjavíkurAkademíunni –  er að ljúka við. Pólverjar flykktust til landsins í byggingarvinnu, í efnahagsþenslunni en hver er reynsla þeirra af húsnæðismarkaðnum? Eru þeir líklegir til að verða fyrir mismunun meðal leigusala?  Hvað hefur breyst í húsnæðismálum meðal þeirra á s.l. fimm árum? Hvað eru þeir ánægðir með? Leitað verður svara við þessum og öðrum áleitnum spurningum í erindinu. 

Þriðjudagur 19. maí kl. 12.00-13.00
Cynthia Trililani - Staðalímyndir og menningaraðlögun asískra kvenna á Íslandi
Staðalímyndir austurlenskra kvenna í íslensku þjóðfélagi er byggð á alhæfingum um þjóðerni þeirra   og kynþátt. Svo virðist sem staðalímyndir asískra kvenna séu fastmótaðar í íslensku samfélagi, hvort sem er í raunveruleikanum, fjölmiðlum, bókmenntum og kvikmyndum, hafa þær áhrif á daglegt líf asískra kvenna sem hér búa. Konur sem eru innflytjendur frá Asíulöndum eiga í erfiðleikum með að takast á við einstök menningarleg gildi samfélagsins og eigin sjálfsmynd vegna ólíkra menningarlegra gilda og viðhorfa sem þær upplifa. Ólíkir menningarheimar upprunalands þeirra og Íslands auk skorts á íslenskukunnáttu eru helstu þættir sem skapa félagsmenningarlegar og sálrænar hindranir milli þessara kvenna og íslensks samfélags í heild. Sú meðhöndlun sem þær fá í íslensku samfélagi, auk viðhorfa samfélagsins gagnvart þeim sem byggir á staðalímynd af þeim vegna kynþáttar og kynferðis hafa áhrif á aðlögun þeirra að samfélaginu.

Ása Guðný Ásgeirsdóttir doktorsnemi - Að tilheyra: Upplifanir og reynsla nokkurra Nepala á Íslandi
Fyrirlesturinn fjallar um reynslu nokkurra Nepala af veru sinni á íslandi. Hún mun fjalla um hvernig þeim hefur verið tekið á Íslandi og hvernig þeim hefur gengið að koma sér hér fyrir. Hópurinn sem býr hérna hefur smátt og smátt verið að byggja upp samfélag og liður í því var stofnun Ice Nepal Samaj sem eru samtök Nepala á Íslandi sem standa að margskonar samkomum og viðburðum til þess að styrkja bæði tengsl sín hér á landi og við heimalandið.

Fyrirlestraröðin er skipulögð í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur.

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 19. maí 2015

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:00

Viðburður endar: 

13:00