Hlaðvarp Borgarbókasafnsins
Hlaðvarp Borgarbókasafnsins | Lesgleraugun
Borgarbókasafnið er með sitt eigið hlaðvarp, sem ber titilinn Lesgleraugun, en þar er áherslan lögð á bókmenntir. Flestir þættirnir innihalda upptökur af bókmenntaviðburðum, þar sem valinkunnir gestir hafa rætt um bókmenntir út frá ákveðnu þema. Viðburðirnir eru svo klipptir niður og snurfusaðir fyrir hlaðvarpsformið svo útkoman er aðgengilegur hlaðvarpsþáttur þar sem það besta úr viðburðinum er dregið upp. Hlaðvarpið er aðgengilegt hér fyrir neðan en einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum, svo sem iTunes og Spotify.
Kompan
Vissir þú að við erum með fullbúið hlaðvarpsstúdíó í Grófinni, sem notendur safnsins geta bókað fyrir hlaðvarpsupptökur þeim að kostnaðarlausu? Hví ekki að prufa? Hér eru allar frekari upplýsingar um Kompuna.