Söguhringur kvenna

Heill heimur af sögum!

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N - Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og hefur verið starfandi síðan 2008. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi í skapandi umhverfi. Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti. Söguhringurinn er kjörinn staður til tungumálaæfinga fyrir þær sem vilja ná betri tökum á íslensku. Allar konur velkomnar. 

Dagskrá vorsins er í vinnslu og mun hefjast í febrúar. Hægt er að fylgjast með á Facebook, við erum með hóp og síðu.
 

Markmið með söguhringnum er að:

 • styrkja tengsl kvenna á Íslandi
 • skapa vettvang þar sem konur geta skipst á sögum, hvort sem er persónulegum eða bókmenntalegum
 • nota listræna sköpun til að stuðla að félagslegum tengslum milli kvenna
 • skapa skilyrði fyrir frjálslega samveru þar sem konur geta deilt menningarlegum bakgrunni sínum gegnum frásögn, tónlist, texta, dans, matseld, kvikmyndir og fleira
 • styrkja erlendar konur til að tjá sig um ýmis málefni á íslensku
 • styrkja virðingu fyrir mismunandi menningarheimum

Annað sem söguhringurinn býður upp á er að:

 • fara saman á menningarviðburði
 • fara út í náttúruna
 • fá rithöfunda/listamenn í heimsókn

Nánari upplýsingar veita:
Kristín R. Vilhjálmsdóttir, Borgarbókasafnið:
Netfang: kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is  s: 411 6122

Angelique Kelley, Samtök kvenna af erlendum uppruna:
Netfang: angel@womeniniceland.is

 

 

 • söguhringur, fjölmenning
 • söguhringur, fjölmenning
 • söguhringur, fjölmenning