Söguhringur kvenna

Heill heimur af sögum!

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N. á Íslandi. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi og vera hluti af skapandi umhverfi. Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti. Söguhringurinn er kjörinn staður til tungumálaæfinga fyrir þær sem vilja ná betri tökum á íslensku. Allar konur velkomnar. 

Hægt er að fylgjast með á Facebook, við erum með hóp og síðu.
 

Markmið með söguhringnum er að:

 • styrkja tengsl kvenna á Íslandi
 • skapa vettvang þar sem konur geta skipst á sögum, hvort sem er persónulegum eða bókmenntalegum
 • nota listræna sköpun til að stuðla að félagslegum tengslum milli kvenna
 • skapa skilyrði fyrir frjálslega samveru þar sem konur geta deilt menningarlegum bakgrunni sínum gegnum frásögn, tónlist, texta, dans, matseld, kvikmyndir og fleira
 • styrkja erlendar konur til að tjá sig um ýmis málefni á íslensku
 • styrkja virðingu fyrir mismunandi menningarheimum

Annað sem söguhringurinn býður upp á er að:

 • fara saman á menningarviðburði
 • fara út í náttúruna
 • fá rithöfunda/listamenn í heimsókn

Nánari upplýsingar veita:
Kristín R. Vilhjálmsdóttir, Borgarbókasafnið:
Netfang: kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is  s: 411 6122

Angelique Kelley, Samtök kvenna af erlendum uppruna:
Netfang: angel@womeniniceland.is

Dagskrá vorið 2018:

Nýtt heimskort Söguhrings kvenna
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Tryggvagötu 15, 6. hæð
 
Söguhringur kvenna býður allar konur velkomnar í listsköpunarferli sem hófst í september 2017 og mun halda nú áfram fram eftir vetri.
Lilianne van Vorstenbosch, myndlistarkennari, sem hefur leitt konurnar í í gegnum myndlistarverkefni söguhringsins, verður í fararbroddi og aðstoðar okkur við að leggja okkar af mörkum til heimsins. Með aðstoð Lilianne höfum við nú þegar breytt ásýnd Reykjavíkur (sjá listaverk sem hangir í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu) og ásýnd Íslands í nýlegasta verkinu sem okkur var falið að búa til fyrir Kaffitár. Íslandskort Söguhrings kvenna sem unnið var fyrir Kaffitár hefur öðlast „framhaldslíf“ í innanhússhönnun kaffihúsanna, á kaffiumbúðum, bílum og almennu kynningarefni fyrirtækisins. 
Verkin einkennast af einfaldri en djúpri tjáningu og persónulegri sögu hvers þátttakanda. Þannig gefur verkið rými fyrir mismunandi sýn viðkomandi á heimalandið, heiminn, og mannkynið almennt. Áhersla er lögð á sameiningu, frið og samhljóm, tengsl allra og alls milli himins og jarðar. Að vinna saman myndlist krefst þess að  einstaklingurinn lagi sig að hópnum og hópurinn að einstaklingnum og sá samruni endurspeglast í  litasamsetningu, formi og heildarásýnd listaverksins.
Listaverkunum er ætlað að miðla ríkidæmið sem felst í því fjölbreyttu menningarlegu landslagi sem við búum í - innan og utan Borgarbókasafnsins.
 
Þú þarft ekki að vera listamaður til að taka þátt. Þú munt læra mjög einfalda punktamálunartækni svo þú getir með einföldum hætti sett þitt mark á heiminn. 
Við hlökkum til að kynna verkefnið og hlusta á hugmyndir ykkar. 
Allar konur eru hvattar til að koma og fræðast um nýja listsköpunarverkefnið og hitta nýtt fólk.
Kaffi og léttar veitingar verða í boði.
 
Dagsetningar:
 
Janúar
Sunnudagur 14.1 kl. 13.30-16.30 
Sunnudagur 28.1 kl. 13.30-16.30
 
Febrúar
Sunnudagur 11.2 kl. 13.30-16.30
Sunnudagur 25.2 kl. 13.30-16.30
 
Mars: 
Sunnudagur 11.3 kl. 13.30-16.30
Sunnudagur 25.3 kl. 13.30-16.30
 
Apríl: 
Sunnudagur 8.4 kl. 13.30-16.30
Sunnudagur 22.4 kl. 13.30-16.30

 

 • söguhringur, fjölmenning
 • söguhringur, fjölmenning
 • söguhringur, fjölmenning