Larry Jaffee will give a talk in Grófin Library.
Larry Jaffee will give a talk in Grófin Library.

Information about the event

Time
17:00 - 18:00
Price
Free
Target
Everyone
Language
Ensku
Learning
Talks & discussions
Music

Fyrirlestur | Upprisa vínylsins og sykurrófuplötur

Wednesday January 21st 2026

Ein ólíklegasta endurkoma aldarinnar hefur verið upprisa vínylplötunnar. Flestir höfðu verið búnir að afskrifa þetta form seint á síðustu öld en fregnir af dauða plötunnar voru stórlega ýktar. Síðustu tvo áratugi hafa þær orðið vinsælli með hverju árinu. 

Senn mun rísa fyrsta plötuframleiðslan á Íslandi síðan á níunda áratug tuttugustu aldar, Thermal Beets. En þar verða plöturnar ekki búnar til úr vínylplasti, heldur sykurrófum! 

Til að ræða upprisu vínylplötunnar og þetta spennandi nýsköpunarverkefni kemur Larry Jaffee, einn af stofnendum Thermal Beets og Making Vinyl, til okkar og segir frá. Hann er einnig höfundur bókarinnar 'Record Store Day: The Most Improbable Comeback of the 21st Century' (Rare Bird Books, Los Angeles) frá árinu 2023. 

Þessi áhugaverði fyrirlestur fer fram á ensku.