Mynd af fjórum höfundum sem munu lesa upp 16. nóvember 2025 á Borgarbókasafninu í Kringlunni. Þau eru Anri Snær, Dagur Hjartarson, Fríða Ísberg og Lilja SIgurðardóttir
Andri Snær, Dagur Hjartar, Fríða Ísberg og Lilja Sigurðar

Information about the event

Time
15:00 - 16:00
Price
Free
Target
Adults
Language
Íslenska
Literature
Learning

Jólabókakaffi á degi íslenskrar tungu

Sunday November 16th 2025

Jólabókaflóðið skellur senn á með viðvörunum upp allan litaskalann. Í tilefni dags íslenskrar tungu höfum við fiskað fjögur skáld upp úr holskeflunni til þess að kynna fyrir okkur nýjustu bækur sínar. Andri Snær Magnason, Dagur Hjartarson, Fríða Ísberg og Lilja Sigurðardóttir mæta í Kringluna og lesa upp á meðan gestir ylja sér við hlýja drykki.


Andri Snær Magnason er þrefaldur handhafi íslensku bókmenntaverðlaunanna og gefur nú út sitt fyrsta skáldverk í nokkur ár, nóvelluna Jötunstein. Dagur Hjartarson hefur hlotið bæði bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðabækur sínar og mætir með sína fimmtu skáldsögu Frumbyrjur. Önnur skáldsaga Fríðu Ísberg, Huldukonan, kemur út fyrir jól en hún sló í gegn með Merkingu sem skilaði henni bókmenntaverðlaunum Per Olovs Enquists sem eru veitt ungum og upprennandi evrópskum höfundum. Lilja Sigurðardóttir hefur tvívegis hlotið íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann sem og Grímuna fyrir leikritið Stóru börnin en með nýjustu sögu sinni Alfa gægist hún inn í framtíðina.

Öll velkomin

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson, sérfræðingur
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | s. 411 6204

Hólmfríður María Bjarnardóttir, sérfræðingur
holmfridur.maria.bjarnardottir@reykjavik.is | s. 411 6202