collage workshop inside the library

Myndir framtíða á póstkortum

Þátttakendur í opnu framtíðar-klippismiðjunni settu saman myndir sem endurspegla þeirra framtíðarsýnir. Myndefnið var sótt úr fortíðinni úr myndum og textum frá bókasafninu sem tengjast t.d. mat, pólitík, mengun, heimili, borg eða dýrum. Úr varð fjölbreytt samsettmyndefni af framtíðum framan á póstkort.  

writing prompt : plants orange postbox

Leiðbeinendur voru Christoph Matt, samfélags- og visthönnuður frá Austurríki, og Christopher Marcatili, rithöfundur og doktorsnemi í mannfræði, sem hvöttu þátttakendur að ímynda sér framtíðina 2125 - hvaða myndir úr okkar fortíð viljum við að fylgi okkur inn í framtíðina? Þeir senda nú öll póstkortin til heimspekinema sem túlka myndina og skrifa skilaboð sem þeim finnst eiga við mynd hvers póstkorts. Myndir og textar framtíðarpóstkorta verða öll hluti af smátímariti (e. zine) Framtíðarfestivals Borgarbókasafnsins 25. Janúar 2025

Frekari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaralega þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

Category
UpdatedMonday December 16th 2024, 15:22