Norræni bókagleypirinn

Norræni bókagleypirinn

Hvað er Norræni bókagleypirinn?

Kennsluvefurinn Norræni bókagleypirinn er afrakstur norræns samstarfs Borgarbókasafnsins, Norræna hússins í Finnlandi, Norðurlandahússins í Færeyjum, Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi og Norrænu stofnunarinnar á Álandseyjum. 
Hugmyndin varð til að frumkvæði Norrænu menningargáttarinnar og er markmiðið að búa til kennsluefni á öllum norðurlandamálum fyrir leikskóla og grunnskóla upp úr norrænum myndabókum og auðvelda þannig aðgengi barna að norræna bókafjársjóðnum 

Á vefnum er hægt að leita að bókum eftir ólíkum þemum og er upplagt að skoða og sjá hvernig má auðga kennsluna með norrænum barnabókum.
Hér fyrir neðan má sjá þær bækur sem er að finna í Norræna bókagleypinum sem eru til í Borgarbókasafninu. 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is