![](https://borgarbokasafn.is/sites/default/files/styles/ding_secondary_large/public/title_image/event/title_image_mafur.jpg?itok=i12PnUjZ)
Information about the event
Tónlistarsmiðja | Máfurinn
Máfurinn tónlistarsmiðja er ókeypis smiðja fyrir börn á aldrinum 8-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og sköpun. Þátttakendur semja tónverk, fara í spunaleiki og spila bæði saman og fyrir hvert annað á ýmis hljóðfæri.
Engin fyrri tónlistarmenntun er nauðsynleg, smiðjan er opin öllum áhugasömum börnum.
Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg
Kennarar eru Ásthildur Ákadóttir og Ólína Ákadóttir
Máfurinn tónlistarsmiðja hefur flogið vítt og breitt um landið allt frá árinu 2023. Tónlistarsmiðjur með mismunandi þemum hafa verið haldnar við góðar undirtektir á Akranesi, Stöðvarfirði, í Reykjavík og Kópavogi.
Samkvæmt Ásthildi og Ólínu varð nafnið Máfurinn fyrir valinu á smiðjuna því máfar eru skapandi og úrræðagóðir fuglar. Ásthildur og Ólína Ákadætur stofnuðu Máfinn árið 2023 með það að leiðarljósi að gera skapandi tónlistarsmiðjur aðgengilegar börnum um allt land. Smiðjan hefur verið í samstarfi við ýmsar stofnanir, s.s. tónlistarskóla, bókasöfn og aðrar menningarstofnanir. Máfurinn hefur hlotið fjölda styrkja, svo smiðjan er alltaf ókeypis fyrir þátttakendur.
Ásthildur Ákadóttir er tónlistarkona og píanókennari. Ásthildur hefur lokið bachelornámi í klassískum píanóleik við Listaháskóla Íslands og meistaranámi í hljóðfærakennslu sem felur í sér kennararéttindi. Auk þessa hefur Ásthildur tíu ára reynslu af kennslu, bæði við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, hjá Sumarspírum Menningarhúsanna í Kópavogi og í Máfinum tónlistarsmiðju.
Ólína Ákadóttir er píanóleikari og píanókennari. Hún stundar nú bachelornám í Tónlistarháskóla Noregs í Osló (Norwegian Academy of Music). Ólína hefur áralanga reynslu af kennslu í tónlistarskólanum Oslo Private Musikkskole og í Máfinum tónlistarsmiðju. Auk þess er Ólína virk sem flytjandi og hefur meðal annars komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt því að spila á ýmsum tónlistarhátíðum á Íslandi og í Noregi.
Skráning
Vinsamlegast sendið tölvupóst með nafni, aldri og símanúmeri á sigrun.antonsdottir@reykjavik.is
Máfurinn tónlistarsmiðja á Facebook
Viðburðurinn á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, sérfræðingur
sigrun.antonsdottir@reykjavik.is | 411 6242