Information about the event

Time
14:00 - 16:00
Price
Free
Target
Adults
Ages
16+
Language
Enska
Arts & Crafts

Make-a-thek smiðja | Glæðum gamlar flíkur lífi

Saturday February 14th 2026

Hinda Mandell, höfundur bókarinnar Global Craftivism since the Pussyhats: Handcraft Responses to Violence, War, Illness and Isolation, býður til smiðju í Borgarbókasafninu Gerðubergi. 

Lærum að glæða gamlar flíkur lífi með skreytingarborða á ermum og bol. Hinda mun aðstoða öll við komast í gang með verkefnin sín. Gott er að kunna smávegis í hekli til að geta tekið sem best þátt í viðburðinum. 

Komið með gamlar hnepptar skyrtur eða stuttermaboli úr góðri bómull eða þéttu efni, sem vantar smá ást og alúð, og Hinda kennir okkur að hekla á þær fallega kanta. 

Hinda mun gefa garn sem var handlitað í hverfinu hennar í New York. 

Hinda Mandell er rithöfundur og prófessor við School of Communication við Rochester stofnunina í tækni í New York. 

Heitt verður á könnunni og kærleikur svífur yfir vötnunum. 

Borgarbókasafnið Gerðubergi er þátttakandi í alþjóðlegu verkefni til þriggja ára sem nefnist Make-a-thek. Markmiðið með þessu verkefni er að skapa vettvang fyrir skapandi og framsækna neytendur (prosumer) þar sem þekkingu er deilt og við lærum í sameiningu nýjar aðferðir t.d. við að gera við textíl, og kynnumst allskyns handverki og aðferðum. Þetta er ferðalag og áfangastaðurinn mótast með þátttöku sem flestra. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu.

 

Hér er hægt að fræðast um verkefnið: Makeathek.eu 

Viðburður á Facebook. 

Kynnist Hindu á Instagram

Frekari upplýsingar um viðburðinn veitir:


Ilmur Dögg Gísladóttir, ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is 

 

Materials