Heimspekikaffi | Hvernig notum við gildin til að ná markmiðum okkar?

Mynd af Vilborgu Örnu og Gunnari Hersveini

Fyrsta heimspekikaffi ársins: Markmið og gildi 

Miðvikudaginn 23. janúar 20:00-22:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi 

Miðvikudaginn 23. janúar kl. 20 ætla Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur og Vilborg Arna Gissurardóttir að fjalla um þátt lífsgilda til að ná markmiðum sínum en gildin hennar eru jákvæðni, áræðni og hugrekki.

Fólk ætti að hafa tækifæri til að skapa og starfa við það sem það leggur metnað og alúð í. Oft þarf hugrekki til að gera svo. Lífsmottó Vilborgar er í samræmi við það „Ef þú þráir eitthvað nógu heitt að þá finnurðu leiðina, – annars finnurðu bara afsökunina“.

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um hvers konar líferni er eftirsóknarvert. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið gott veganesti eftir kvöldin og hugarefni til ræða frekar.

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin. Hann hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor –gildin í lífinu og Hugskot – skamm-, fram- og víðsýni ásamt Friðbjörgu Ingimarsdóttur.

Vilborg Arna Gissurardóttir hefur stundað fjalla- og leiðangursmennsku um árabil og er menntuð í ferðamálafræðum. Hún hefur m.a. gengið á Suðurpólinn og klifið hæsta tind í hverri heimsálfu. Vilborg er jafnframt stofnandi og aðaleigandi Tinda.

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 661-6178

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 23. janúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00