Fjölmenning

Mynd: Reykjavíkurkort Söguhrings kvenna, Ráðhús Reykjavíkur

Almenningsbókasöfn eru gátt inn í samfélagið. Allir Reykvíkingar eru í markhópi fjölmenningarlegra verkefna Borgarbókasafnsins. Starfið byggir á þverfaglegu samstarfi við margvíslega aðila í samfélaginu og nær þessvegna út fyrir veggi bókasafnanna.

Í starfinu er lögð sérstök áhersla á að samspil milli fjölbreyttra menningarheima og tungumála auðgi mannlíf borgarinnar. Allir eiga sér sína sögu hvaðan sem þeir koma. Í fjölmenningarlegu samfélagi er það sameiginlegt verkefni að flétta saman þessar sögur og búa til nýjar í sameiningu. Bókasöfn eru miðstöðvar mannlífs og menningar og þess vegna augljós vettvangur fyrir starfsemi sem sameinar fólk. 

Markmið:

•    stuðla að gagnkvæmum skilningi og virðingu og þátttöku í samfélaginu
•    skapa vettvang fyrir menningar – og tungumálamiðlun
•    auka færni innflytjenda í íslensku gegnum raunveruleg og hagnýt samskipti
•    efla tengsl milli allra Reykvíkinga gegnum menningu og listir
•    að heimsókn í menningarhúsum Borgarbókasafnsins verði þáttur í daglegu lífi innflytjenda líkt og annarra borgarbúa.
•    rjúfa einangrun og efla samhygð með náunganum

Borgarbókasafnið hefur yfirlýsingu UNESCO/IFLA um fjölmenningarlegt bókasafn að leiðarljósi í starfsemi sinni.

Kristín R. Vilhjálmsdóttir er verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni.