Velkomin í Rafbókasafnið

Hvað er Rafbókasafnið

Rafbókasafnið er bókasafn á vefnum þar sem finna má fjölda raf- og hljóðbóka af öllu tagi, fyrir alla aldurshópa, á slóðinni rafbokasafnid.is. Í Rafbókasafninu eru glæpir og ástir, ævintýri og ævisögur, myndasögur og bækur um innhverfa íhugun, byltingar, tísku og mataræði. Hægt er að nálgast efnið í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. 

Hvað þarf?

 • gilt bókasafnskort og leyninúmer frá einhverju aðildarsafni Rafbókasafnsins

Innskráning:

 • með númeri korts ásamt leyninúmeri

 • með Facebook/Overdrive aðgangi. Skrá inn númer korts og leyninúmer

Til að lesa / hlusta:
     Með nettengingu:

 • í tölvu, á rafbokasafnid.is

    Án nettengingar:

 • Libby app

  - sækja í App Store, Google Play eða Windows Store
  - velja Rafbókasafnið, finna ykkar safn í ‚Add your card‘ og skrá inn númer korts og leyninúmer
  - hlaða bókinni niður

 • OverDrive app

         - sækja í App Store, Google Play eða Windows Store
         - velja Rafbókasafnið í ‚Add a Library‘, finna ykkar safn og skrá inn númer korts og leyninúmer
         - hlaða bókinni niður

 • Lesbretti

         - ef nota á lesbretti þarf að stofna Adobe ID-aðgang og hlaða niður Adobe Digital Editions forritinu
         - hlaða bókinni niður og færa yfir á lesbrettið
         - eingöngu hægt með lesbrettum sem styðja e-Pub formið
         - Kindle lesbretti virka ekki NEMA Kindle Fire
 

Kynningarefni

Fréttatilkynning 1.6.2017 (16.0 KB word)

Fréttatilkynning 30.1.2017 (16.0 KB word)

Leiðbeiningar (2.0 MB PDF)

Veggspjald (1,04 MB PDF)

Bókamerki (607 KB)

Lógó Rafbókasafnsins

Hafa samband

 • Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar varðandi Rafbókasafnið sendu þá póst á rafbokasafnid [at] reykjavik.is