Sólheimar | Jólaleikritið Þorri og Þura

 jólaleikritið Þorra og Þuru

Jólaleikritið Þorri og Þura

Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
Fimmtudaginn 30. nóvember kl. 17

Fimmtudaginn 30. nóvember kl. 17.00 flytur leikhópurinn Miðnætti  jólaleikritið Þorra og Þuru  í Borgarbókasafninu Sólheimum. Sýningin hentar börnum á leikskólaaldri og eldri. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Þorri og Þura komast að því að jólakötturinn hefur ákveðið að það verði engin jól haldin þetta árið. Álfabörnin þurfa að leysa ýmis verkefni og fá til þess hjálp ungra áhorfenda. Með einlægni, gleði og ávalt með vináttuna að leiðarljósi tekst þeim að finna hinn sanna jólaanda og bjarga jólunum. Tónlistin er frumsamin í bland við þekkt jólalög og leikin við lifandi gítarundirleik. 

Jóladagskrá Borgarbókasafnsins

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir 
sigrun.jona.kristjansdottir [at] reykjavik.is
411 6165
 

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 30. nóvember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

17:30