Pönnukakan hennar Grýlu | Brúðuleikrit

Ponnukakan hennar Grylu

Pönnukakan hennar Grýlu  | Brúðuleikrit 

Menningarhús Árbæ, sunnudag 26. nóvember kl. 13-14

Enn á ný kemur Bernd með pönnukökuna rúllandi, inn í líf barnanna á aðventunni, eins og hann hefur gert síðustu ár við miklar vinsældir. Pönnukakan hennar Grýlu er skemmtileg og falleg jólasaga sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem flestir ættu að kannast við. Sagan segir frá hugvitsamri pönnuköku sem nær að flýja steikarpönnu Grýlu með það fyrir augum að ferðast alla leið í arma Jesú litla og foreldra hans sem dvelja svöng og köld í fjárhúsi í Betlehem. En á vegi hennar verða margir sem vilja sinn skerf af ,,pönnu”kökunni.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Sýningartími: 40 mínútur
Aldur: 0 – 8 ára

Jóladagskrá Borgarbókasafnsins

Nánari upplýsingar veitir: 

Natalie Colceriu, barnabókavörður, nataliejc [at] reykjavik.is, s. 411 6255

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 26. nóvember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

14:00