Jólaföndur í safninu

Jólaföndur í Grófinni

Jólaföndur í Grófinni

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 3. desember kl. 13.30-16

Við hefjum aðventuna með jólaföndurstund í Borgarbókasafninu í Grófinni sunnudaginn 3. desember.   

Þá ætlar Kristín Arngrímsdóttir að  kenna   okkur  að  flétta hjörtu úr pappír  og  klippa út pappírsengla og jólastjörnur.  Það er tilvalið fyrir fjölskyldur að líta við á  safninu og  eiga saman notalega stund við að búa til eitthvað fallegt til að prýða heimilið eða til að gleðja vini og ættingja með á aðventunni.

Kristín Arngrímsdóttir er myndlistarmaður og höfundur bókanna um Arngrím apaskott.

Jóladagskrá Borgarbókasafnsins

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 3. desember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

16:00