Fjölskyldustundir

Í Grófinni og Spönginni er fjölskyldum með börn á aldrinum 0-6 ára boðið að koma og eiga saman góða samverustund í bókasafninu. Í Spönginni er fjölskyldustund alla þriðjudaga og boðið upp á formlega dagskrá þriðja þriðjudag í mánuði. Í Grófinni er boðið upp á samsöng og gítarspil alla fimmtudaga. Leikföng og bækur fyrir börnin eru á staðnum og heitt kaffi á könnunni.

Fjölskyldustundir eru í

Borgarbókasafninu Grófinni alla fimmtudaga kl. 10:30-11:30
Borgarbókasafninu Spönginni alla þriðjudaga kl. 14:00-15:00

Í mars í Grófinni

21. mars: Uppeldi sem virkar

Dagskrá vormisseris í Spönginni

21. mars: Málörvun barna

18. apríl: Svefnvenjur ungra barna

16. maí: Kerrupúl

Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.

  • Fjölskyldustund