Bókaverðlaun barnanna

Árlega tilnefna börn á aldrinum 6-15 ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram í skóla- og almenningsbókasöfnum um allt land og rafrænt á heimasíðu Borgarbókasafnsins. Krakkarnir geta valið eina til þrjár bækur af veggspjaldinu sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. Veggspjaldið er hægt að nálgast rafrænt hér fyrir neðan en einnig er hægt að panta það útprentað í stærðinni A1 fyrir almennings- og skólabókasöfn um allt land.

Kosningin stendur til 15. apríl.

Tilkynnt verður um 10 efstu bækurnar á sumardaginn fyrsta, 25. apríl sem munu þá komast áfram í kosningu KrakkaRÚV fyrir Sögur – verðlaunahátíð barnanna. Verðlaunahátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV 1. júní.

Smelltu hér til að kjósa!

Til að panta veggspjöld og fá nánari upplýsingar:

Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6100

Bókaverðlaun barnanna 2019 veggspjald

Bókaverðlaun barnanna 2018 veggspjald

 

Þessar bækur hafa unnið til verðlaunanna

2018

Amma best eftir Gunnar Helgason
Dagbók Kidda klaufa – furðulegt ferðalag eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar

2017

Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason
Dagbók Kidda klaufa: hundaheppni

2016

Mamma klikk eftir Gunnar Helgason
Dagbók Kidda klaufa: besta ballið eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar

2015

Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson
Dagbók Kidda klaufa: kaldur vetur eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar

2014

Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason
Amma glæpon eftir David Walliams í þýðingu Guðna Kolbeinssonar

2013

Aukaspyrna á Akureyri eftir Gunnar Helgason
Dagbók Kidda Klaufa: Svakalegur sumarhiti eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar

2012

Skemmtibók Sveppa eftir Sverri Þór Sverrisson
Dagbók Kidda klaufa: Ekki í herinn! eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar

2011

Ertu guð afi? eftir Þorgrím Þráinsson
Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar

2010

Núll núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson
Stórskemmtilega stelpubókin eftir Andrea J. Buchanan í þýðingu Höllu Sverrisdóttur

2009

Fíasól er flottust eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Skúli skelfir og villta, tryllta tímavélin eftir Fransesca Simon í þýðingu Guðna Kolbeinssonar

2008

Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur
High school musical: skólasöngleikurinn eftir N. B. Grace, Snorri Hergill Kristjánsson þýddi

2007

Fíasól á flandri eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Eragon: öldungurinn eftir Christopher Paolini, Guðni Kolbeinsson þýddi

2006

Fíasól í Hosiló eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Harry Potter og blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling, Helga Haraldsdóttir þýddi

2005

Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur
100% Nylon eftir Mörtu María Jónsdóttur
Kafteinn Ofurbrók og brjálaða brókarskassið eftir Dav Pilkey, Bjarni Frímann Karlsson þýddi

2004

Strandanornir eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Harry Potter og Fönixreglan eftir J.K. Rowling, Helga Haraldsdóttir þýddi

2003

Marta smarta eftir Gerði Kristnýju
Kafteinn Ofurbrók og innrás ótrúlega asnalegu eldhúskerlinganna utan úr geimnum (og uppreisn afturgengnu nördanna úr mötuneytinu) eftir Dav Pilkey, Bjarni Fr. Karlsson þýddi

2002

Í Mánaljósi, ævintýri Silfurbergþríburanna eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Harry Potter og eldbikarinn eftir J.K. Rowling, Helga Haraldsdóttir þýddi