Um þennan viðburð

Tími
11:00
Verð
Frítt

RIFF | Mínútumyndir

Fimmtudagur 24. september 2020 - Sunnudagur 4. október 2020

Mínútumyndir (The One Minutes) er alþjóðlegt tengslanet helgað kvikmyndum. Frá árinu 1998 hafa The One Minutes framleitt og dreift yfir 17 þúsund vídeóverkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum. 

Eftirfarandi myndasería verður sýnd í Kamesinu á 5. hæð í Grófinni á meðan RIFF hátíðin stendur yfir. 

Everything Happened so Much: Archive as Poem in an Age of Perpetual Witnessing / Allt gerðist svo mikið: samansafn ljóða á tímum ævarandi vitnisburðar

Stýrt af Jesse Darling / 24 min
24 mínútumyndir frá Þýskalandi
24. september - 4. október

Sýnd daglega á opnunartíma safnsins.

Nánari upplýsingar er að finna í Riff bæklingnum s.78-79