Hverju vilt þú bæta við verkið?

Um þennan viðburð

Tími
11:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll

Klippisjálfsmynd | Ef ég gæti...

Miðvikudagur 1. júlí 2020 - Föstudagur 31. júlí 2020

Við bjóðum gestum og gangandi að taka þátt í að skapa klippimynd á fyrstu hæð í Grófinni. Komdu og skoðaðu og sjáðu hvað kemur upp í hugann.

Hvernig líður okkur á óvissutímum?

Hvaða tilfinningar brjótast fram við breyttar aðstæður í heiminum? Fáum við innilokunarkennd, upplifum við einangrun? Hverju vildum við geta breytt og hvað vildum við geta sagt eða gert?

Á staðnum eru dagblöð, tímarit, póstkort og margt fleira til að nota í klippimyndina, en við hvetjum þig einnig til að koma með þína eigin mynd!

newspapers and magazines on table with scissors and glue

Frekari upplýsingar:
Martyna Karolina Daniel
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is