Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Ungmenni

Myndasagnagerð | Smiðja fyrir 13-16 ára

Fimmtudagur 25. júní 2020

Langar þig að læra að skrifa myndasögur? Atla Hrafney og Viktoría Söring munu kenna persónusköpun, tækni og hugmyndafræði myndasagna. Einnig verður kennt hvernig má nota hversdagsáhöld við gerð smásagna. 
Smiðjan er hluti af skapandi listverkefni Ötlu og Viktoríu hjá Hinu Húsinu en þær stefna á að vinna að eigin myndasögu í sumar og munu persónur sögunnar byggjast á þátttakendum í smiðjunni. 

Smiðjan er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig, þar sem plássin eru takmörkuð. Vinsamlegast skráið ykkur hér. 

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttr
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is | S: 661-6178