Um þennan viðburð

Tími
08:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Gluggað í Comicus

Mánudagur 17. ágúst 2020 - Mánudagur 31. ágúst 2020

Gluggað í Comicus er gluggasýning sem er dreifð um miðbæinn og er unnin í samstarfi við Reykjavíkurborg, Sumarborgin. Á sýningunni má sjá ramma úr Doctor Comicus myndheiminum, stækkaða upp og prentaða með silkiprent aðferð.

Doctor Comicus er myndasögusería sem myndasöguhöfundurinn Atli Bender hefur gefið út á samfélagsmiðlum síðastliðið ár. Umfjöllunarefni myndasagnanna er gjarnan venjulegt fólk, dýr eða börn sem eru óvenju jákvæð í fasi. Ljóðræn samskipti í hversdagslegum aðstæðum - texti og myndir sem Atli parar saman, breytir og aðlagar að Doctor Comicus myndheiminum.

Sýningin er einnig á Laugavegi 58 í húsnæði á móti Bónus, Bíó paradís á Hverfisgötu 54 og á Vesturgötu 2.

Hér er hægt að skoða myndasöguna á netinu.