Sýningar
Margt er sér til gamans gert – líka á jólum
Mánudagur 2. desember 2019 - Mánudagur 6. janúar 2020
Nú er jólagleðin við völd á á bókasafninu. Ingibjörg H. Kristjánsdóttir sýnir jólahandverk. Þetta eru textíverk þar sem hún blandar saman þæfingu og ýmiskonar útsaumi svo úr verður heill ævintýraheimur. Heklaðir og prjónaðir jólastrákar og jólastelpur og ýmislegt spennandi má finna bæði á vegg og í sýningarkössum. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar: jonina.oskarsdottir@reykjavik.is