Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

List án landamæra | Margir heimar, allskonar líf

Laugardagur 15. október 2022 - Laugardagur 26. nóvember 2022

Á þessari sýningu verða verk eftir listafólk með allskonar ólíka sýn á heiminn. Í gegnum listina er hægt að draga fram það sem er fallegt í hversdagsleikanum en líka hægt að gagnrýna og benda á það sem er ekki svo frábært við samfélagið í dag. Það er líka hægt að ímynda sér nýja heima, ævintýraheim eða ímynda sér hvernig framtíðin verður. Kveikjan að þemanu er hugmyndin um aðrar víddir, að til séu margir hliðstæðir raunveruleikar. Margar vísindaskáldsögur, kvikmyndir og teiknimyndasögur fjalla um þann möguleika að hoppa milli alheima og hitta sjálfan sig í öðrum heimi. En svo er líka hægt að hugsa sér, til dæmis þegar maður situr í strætó eða kaupir í matinn, að allt fólkið sem maður sér hafi sína flóknu og fallegu sögu að segja. Öll upplifum við heiminn á ólíkan hátt, búum á vissan hátt í okkar eigin heimi, en berum samt tillit til hvors annars og ættum að vinna saman að betri heimi.

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs listafólks. Lesið nánar á www.listin.is

Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170