Guðný Sara kynnir Stofuna

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Sýningar

Guðný Sara hefur samtal í Stofunni | A Public Living Room

Miðvikudagur 16. febrúar 2022 - Þriðjudagur 22. febrúar 2022

Hvar áttir þú síðast í óvæntu samtali við manneskju sem þú hittir fyrir einskæra tilviljun? Hefur þú gaman af slíkum samtölum? Er einhver ein saga sem er þér sérstaklega minnistæð?

Venjulega förum við á bókasafnið í leit að sögum, gluggum í bók í leit að nýjum upplýsingum og innihaldi til að svala forvitni okkar. En hvernig væri ef við færum á bókasafnið eingöngu til að segja sögur? Í Stofunni | A Public Living Room skoðum við samfélagsrými og hugsum um tilviljanakenndar frásagnir sem verða til á slíkum stöðum. Eru einhverjir ákveðnir staðir sem bjóða frekar upp á slík samtöl en aðrir? Guðný Sara, myndlistarmaður og hönnuður, býður þér inn í hennar eigin útgáfu af Stofu:

Mig langar að biðja þau sem koma í Stofuna að segja mér sögu. Hún þarf ekki að vera flókin, hún getur líka innihaldið aðeins eitt orð sem ritað er niður en getur líka verið lengri saga. Sögunum mun ég safna saman og þær skapa grunn að listaverki,bók eða veggmynd, sem gæti tekið á sig form hugarkorts, sem væri aðgengilegt í Stofunni vikuna sem hún er opin og fleiri geta þá bætt eigin sögum við.

Í viðtalið við Guðnýju Söru kynnistu hugmyndinni á bak við sköpun hennar Stofu.

Opnun Stofun Guðnýjar Söru er 16. febrúar kl. 17:00.

Viðburður á Facebook.

Stofan er staðsett á 2. hæð í Hringnum í Grófinni og er aðgengileg á opnunartímum bókasafnsins frá 16. til 22. febrúar 2022.

Stofa Guðnýjar Söru á Facebook.

Um Stofan | A Public Living Room
Stofan er tímabundið samfélagsrými sem sett er upp mánaðarlega af ólíkum notendum með mismunandi hugmyndir um hvernig þeim langar að nota bókasafnið væri það þeirra eigin almenningsstofa. Hver skapar nýjan og óvæntan stað inni á safninu og hefur einhverskonar samtal í rýminu. Gestum og gangandi er boðið að tilla sér niður í rýminu, hafa það notalegt og hver veit nema úr verði gefandi samtal við næsta mann?

Meira um tilraunaverkefnið Stofan | A Public Living Room má finna hér.

Frekari upplýsingar veitir
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is