Fjölbreytileikinn, Gylfaflöt
Fjölbreytileikinn, Gylfaflöt

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Sýningar

Desembermarkaður

Föstudagur 2. desember 2022 - Fimmtudagur 22. desember 2022

Starfsfólk í listasmiðjum Virknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar er komið í hátíðaskap, eftir að hafa unnið að jólalegu handverki í nokkurn tíma. Þau ætla að setja upp markað á Borgarbókasafninu í Spönginni í desembermánuði og selja þar fjölbreytta muni sína: jólakúlur, jólaengla, bolla, púða, lyklakippur, styttur og margt fleira.

Virknimiðstöð Reykjavíkur samanstendur af Iðjubergi, Ópus og Smiðjunni/Gylfaflöt.

Markaðurinn verður opinn virka daga frá kl. 10-15:15. (Ath. á föstudögum opnar safnið kl. 11)

Starfsmenn munu standa vaktina og hlakka til að taka á móti gestum  -  verið öll velkomin!