Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Tónlist

Tónlistarkaffi | Lennon - McCartney

Sunnudagur 9. október 2022

Tónlistarkaffið er að þessu sinni tileinkað John Lennon og Paul McCartney. Það er til marks um gæði tónlistarinnar að rúmlega hálfri öld eftir að Bítlarnir lögðu upp laupana erum við ennþá að hlusta á þá, horfa á heimildamyndir og tala um allt sem þeim viðkemur. Og það er af nógu af taka!

Lennon og McCartney náðu nefnilega að afreka það sem er svo sjaldgæft í listasögunni, að vera samtímis vinsælastir og bestir í því sem þeir voru að gera. Á afmælisdegi John Lennon, 9. október, ætlar Valgeir Gestsson, frá tónlistardeild Borgarbókasafnsins í Grófinni, að fjalla sérstaklega um muninn á þeim tveimur. Þeir höfðu verið félagar frá því á unglingsárunum, innbyrðis samkeppni hefur rekið þá áfram og samvinnan hjálpað þeim að slípa til hugmyndirnar. En þeir voru þó mjög ólíkir persónuleikar en textar og tónsmíðar þeirra bera þess glöggt merki.

Á Tónlistarkaffinu munum við hlusta á fullt af tóndæmum og Valgeir lofar almennu stuði. „A splendid time is guaranteed for all!“

Nánari upplýsingar veitir:

Valgeir Gestsson
Sérfræðingur í tónlistardeild
valgeir.gestsson@reykjavik.is | s. 411 6100

Bækur og annað efni