Lífsstílskaffi | Skammdegið, lundin og meltingin
Lífsstílskaffi | Skammdegið, lundin og meltingin

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir

Lífsstílskaffi I Undraheimur ilmkjarnaolía

Miðvikudagur 9. september 2020

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.

Sjá nánar hér. 

  • Staðsetning viðburðar: Salurinn Berg, á efri hæð.

  • Hámarksfjöldi gesta: 30 - Sjá skráningarform neðst á síðunni.

  • Kaffihúsið er opið.

Heiða Björk Sturludóttir ræðir heilunarmátt ilmkjarnaolía og hagnýt atriði varðandi notkun þeirra í daglegu lífi okkar. Hún skoðar olíurnar einnig út frá ayurveda fræðunum, hinum fornu indversku lífsvísindum, en í ayurveda er lögð áhersla á að nota olíur sem henta hinum mismunandi líkams- og hugargerðum vata - pitta og kapha.

Á MEÐAL ÞESS SEM FJALLAÐ VERÐUR UM:
* Hvernig virka ilmkjarnaolíur á líkamann? Leiðir olíanna inn í líkamann: í gegnum húð, nef eða munn.
* Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ilmkjarnaolíum. Er þetta bara plat?
* Hvernig á að nota og geyma ilmkjarnaolíur og hvað ber að varast við notkun þeirra?
* Hagnýt ráð um notkun olíanna t.d. sem flugnafælur, hvernig má búa til tannkrem með ilmkjarnaolíum og hvaða olíur eru góðar út í krem til að styrkja húðina svo eitthvað sé nefnt.
* Róandi olíur og hressandi olíur og fjallað um þær þekktustu sem auðvelt er að nálgast í verslunum s.s. tea tree, lavender, sítróna, frankinsence, eucalyptus og fleiri.

Heiða Björk er framhaldsskólakennari, næringarþerapisti, jógakennari og umhverfisfræðingur sem hefur haldið fjöldan allann af námskeiðum um heilsu og lífstíl.
Sjá nánar um Heiðu Björk á vefsíðu hennar http://www.heidabjork.com/

Lífsstílskaffi er hluti af viðburðaröðinni Kaffistundir en í vetur er jafnframt boðið upp á fjölbreytta dagskrá í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.

Aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is | s: 4116122