Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Fræðakaffi | K-pop og K-drama

Miðvikudagur 19. október 2022

Suður- Kóresk poppmenning hefur náð undraverðum vinsældum á síðustu árum. Allt frá Gangnam Style  yfir í Sníkjudýrin (Parasite) sem unnu Óskarinn 2019.
Á þessu Fræðakaffi munum við kafa í undirdjúp kóreskrar menningar og fá dæmi um K-drama sem hægt er að horfa á á streymisveitum, hvaða tónlist trónir á toppnum í K-poppinu og hvaða skáldsögur við getum sokkið ofan í til að komast nær þessu fjarlægja landi en nálæga menningarheimi.

Umsjónarfólk viðburðar eru: 
Park Hye Joung upprunalega frá Suður-Kóreu en hefur búið á Íslandi af og til frá árinu 1997. Hye Joung er listakona og kennir við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands ásamt að vinna að stúdíó verkefnum. 
Choi Kyoung Eun er fædd og uppalin í Suður-Kóreu og útskrifaðist sem Jazz söngkona hjá The Royal Conservatory of The Hague. Þar kynntist hún eiginmanni sínum og kom til Íslands. Hún er sérstök áhugakona um K-drömu og tónlist og hafa þau verið henni innan handar fjarri heimalandi sínu. Hún er spennt að fá að deila þessum áhuga með ykkur. 
Greta Vazhko  er frá Litháen en hefur búið í Suður-Kóreu sl. tvö ár. Hún lærði tæknibrellur og stafrænt efni. Í augnablikinu býr hún á Íslandi og starfar sem grafískur hönnuður og markaðsstjóri ásamt því að vera mikil áhugamanneskja um kúltúr og góðan mat. 

ATH að viðburðurinn verður á ensku. 

Facebook-viðburður

Nánari upplýsingar veita:
Lilja Rut Jónsdóttir, deildarfulltrúi í Gerðubergi
lilja.rut.jonsdottir@reykjavik.is | s. 662 6716

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | s. 6980298