Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Handverkskaffi | Prjónað úr afgöngum

Miðvikudagur 16. nóvember 2022

Þau sem prjóna, þau eiga garn. Eitt heitasta tískufyrirbrigðið í prjónaheiminum í dag er að prjóna úr afgöngum - allt frá peysum og teppum yfir í minni verkefni s.s. barnavettlinga og húfur.
Að prjóna úr afgöngum hljómar frekar röndótt en hægt er að splæsa litum saman á áhugaverðan og frumlegan hátt svo úr verður alveg einstakt prjónastykki. 


Nanna Einarsdóttir, forritari og prjónakona, ætlar að sýna okkur hvað hún hefur verið að gera úr afgöngum og sýna okkur hvernig við getum blandað litum saman á skemmtilegan hátt. Nanna heldur úti vefsíðunni lykkjustund og instagram-reikningi með sama nafni. Á vefnum býður hún upp á grunnuppskriftir og á instagramminu sýnir hún frá prjónatilraunum sínum. 

Komið með afgangana og fáið innblástur að nýjum aðferðum og litasamsetningum. 

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir: 
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri  
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | s. 698 0298.