Aðstoð við saumaskapinn
Saumahornið, Borgarbókasafninu í Árbæ

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Fræðsla
Kaffistundir

FRESTAÐ - Saumakaffi | Aðstoð við saumaskapinn

Mánudagur 7. september 2020

Aðstoðin verður ekki að þessu sinni þar sem í gildi er 2ja metra fjarlægðarmörk á milli ótengdra einstaklinga. 

 

Í saumahorninu er boðið upp á aðstoð eða ráðgjöf frá fagmönnum einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Ekki verður saumað fyrir þá sem ætla að nýta sér aðstoðina heldur fá þeir einungis ábendingar og góð ráð um það hvernig best sé að bera sig að.

Andzelina Kusowska Sigurðsson klæðskeri og bókavörður á safninu mun verða gestum innan handar. 

Upplagt fyrir þá sem eru að velta einhverju fyrir sér varðandi saumaskapinn, hvort sem um byrjendur eða lengra komna er að ræða. Það er alltaf gott að fá ráðgjöf og spjalla um þau verkefni sem unnið er að.

Saumavélar eru í Borgarbókasafninu í Árbæ fyrir þá sem þurfa á að halda. Tvær venjulegar saumavélar eru þar auk overlock vélar. Í saumahorninu er einnig ágætis aðstaða til að taka upp snið. Þar geta gestir því saumað frá grunni en einnig er tilvalið að koma með flíkur og annað sem þarfnast viðgerðar.

 

ENGLISH:

Sewing machines are now available for guests at the Reykjavík City Library in Árbær. Two standard sewing machines are there as well as overlock machine. It is also possible to trace patterns so guests can sew from scratch. But it is also ideal to bring clothes and other textile that need repairing.

Assistance or advice will be available from the staff once a month this winter.

Ideal for those who have questions about their sewing project, whether they are beginners or advanced. It is always good to get advice and chat.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Katrín Guðmundsdóttir

katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is

411 6250