Lífsstílskaffi   Gönguskíði fyrir alla Emelía Blöndal Borgarbókasafnið Gerðubergi
Lífsstílskaffi með Emelíu Blöndal. Gönguskíði fyrir alla.

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla
Kaffistundir

FRESTAÐ Lífsstílskaffi I Gönguskíði fyrir alla

Miðvikudagur 4. nóvember 2020

Vinsamlegast athugið að þessum viðburði er frestað til 13. janúar n.k.

Skráning er á alla viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. Skráningarform er neðst á síðunni. 

Sjá nánar HÉR.

•    Staðsetning viðburðar: Kaffihús eða Berg á efri hæð
•    Hámarksfjöldi gesta: 30 manns
•    Kaffihúsið er opið

Gönguskíði er frábær hreyfing og útivera sem er hefur undanfarin ár notið sífellt meiri vinsælda á Íslandi.
Emelía Blöndal mun stikla á stóru um allt sem varðar gönguskíði. Allt frá því að vera notaleg róleg útivera yfir í að stunda gönguskíði sem keppnisíþrótt.
Til eru mismunandi tegundir af gönguskíðum og búnaði sem hægt er að nota við mismunandi aðstæður.
Emelía Blöndal starfar sem fjallaleiðsögumaður og hefur verið á gönguskíðum undanfarin 20 ár.
Síðustu ár hefur hún staðið fyrir gönguskíðanámskeiðum fyrir almenning og sjálf hefur hún tekið þátt í nokkrum af helstu skíðagöngumótum erlendis.

Lífsstílskaffi er hluti af viðburðaröðinni Kaffistundir en í vetur er jafnframt boðið upp á fjölbreytta dagskrá í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is | s: 4116122

Bækur og annað efni