Keltar, Þorvaldur Friðriksson
Keltar, Þorvaldur Friðriksson

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 17:45
Verð
Frítt
Fræðsla

Fræðakaffi | Keltar, áhrif á íslenska tungu og menningu

Mánudagur 6. febrúar 2023

Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið frestað um viku vegna veðurs.

Sjáumst þann 6. febrúar kl. 17:00-17:45.

Fyrir síðustu jól kom út bókin Keltar. Áhrif á íslenska tungu og menningu eftir Þorvald Friðriksson. Bókin seldist upp og hún staldrar stutt við í hillum bókasafnanna. Innihald hennar hefur vakið sterk viðbrögð og kveikt líflegar umræður.

Í bókinni fjallar Þorvaldur um nýja sýn á keltnesk áhrif í íslenskri menningu. Áhrifin eru mikil í tungumálinu, segir höfundur, þau sjást í örnefnum, þjóðháttum, siðum og þjóðtrú. Í bókinni kemur fram að keltnesk áhrif eru miklu mun meiri í menningu Íslendinga en talið hefur verið. Bókin er skrifuð í ljósi þess að nýjustu rannsóknir á erfðaefni DNA sýna að meira en helmingur landnámskvenna voru keltar. Í bókinni er mikill kafli um orð og örnefni á Íslandi sem hafa verið talin norræn en gætu verið keltnesk. Í bókinni er birt mynd af fyrsta og eina hellamálverkinu sem finnst á Íslandi. Málverkið er að öllum líkindum helgimynd og kann að vera frá þeim mönnum sem fyrstir byggðu Ísland, keltneskir kristnir einsetumenn. Fjallað er um keltneska kristni og og áhrif hennar á það að Íslendingar urðu stórveldi í bókmenntum á miðöldum. 

Þorvaldur Friðriksson er fornleifafræðingur að mennt og starfaði um árabil á Fréttastofu Útvarps.

 

Frekari upplýsingar:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

 

Bækur og annað efni