Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 15:45
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla

Fiktvarpið | Kertagerð Fer fram á ensku

Þriðjudagur 28. apríl 2020

*English-speaking workshop! 
Fiktvarpið | Kertagerð
Á ensku / Hentar 12 ára og eldri (með smá hjálp frá fullorðnum)

Fiktdagar á þriðjudögum snúa aftur hjá Fiktvarpinu! Í þetta skiptið sýnir Anna Worthington De Matos frá Reykjavik Tool Library okkur hvernig má búa til kerti heima. Nú er bara ein vika eftir af inniveru - svo um að gera að hafa það kósí!

Þáttakendur þurfa:
- tóma krukku eða glas
- afgangs kertastubba, vax utan af osti
- málm af notuðum sprittkertum
- bómullarband, í þykkari kantinum
- notaða vaxliti (ekki nauðsyn)

Linkur á streymið birtist á Facebook síðu Borgarbókasafnsins og í viðburði, rétt fyrir útsendingu.

Fiktvarpið er nýr vettvangur fyrir áhugasama tilraunakrakka og forvitið fullorðið fólk til að læra allskyns nýja og skapandi tækni á netinu. Þátttakendur Fiktvarpsins geta fiktað saman, spurt spurninga og fylgst með á eigin hraða.

Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins býður upp á Fiktvarpið og eru allir velkomnir!

Í Fiktvarpinu mega þátttakendur:
• Vera með læti
• Koma með nesti
• Taka þátt, spyrja spurninga og fikta!
• Ýta á pásu,, horfa á seinna
• Eða bara fylgjast með

Nánari upplýsingar:
Karl James Pestka
karl.james.pestka@reykjavik.is