Úlla og Drakúla
Úlla og Drakúla

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Ferðakaffi | Úlla og Drakúla

Fimmtudagur 31. október 2019

Á hrekkjavöku þann 31. október, kl. 17:30 segir Úlfhildur Dagsdóttir frá ferðalagi sínu um slóðir Drakúla í Transilvaníu á Borgarbókasafninu í Kringlunni. Við sögu koma kastalar, birnir, drekar og dýflissur.

Úlfhildur Dagsdóttir er vampýrufræðingur, skáldsagnapersóna og sæborg og hefur skrifað fjölda greina og þrjár bækur um bókmenntir og menningu. Hún er bókaverja á Borgarbókasafni, sjálfstætt starfandi fræðikona og stundakennslukona við HÍ og LHÍ.

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is
S: 411 6204

Merki

Bækur og annað efni