Homemade notebooks on a wooden table
Notebooks made by and with K.óla

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Kaffistundir
Spjall og umræður
Ungmenni

Tengivirkið | Bókagerð með Katrínu Helgu (K.óla)

Fimmtudagur 18. nóvember 2021

Langar þig að læra að gera minnisbækur?

Listakonan Katrín Helga Ólafsdóttir (K.óla) kennir okkur að búa til minnisbækur frá grunni. Blöð og annað sem til þarf verður á staðnum og því þurfa þátttakendur ekki að koma með neitt nema sjálf sig og kannski vin ef þau vilja. Viðburðurinn er ókeypis.
Heitt á könnunni og öll velkomin. 

Í Tengivirkinu hittist ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára sem hefur annað móðurmál en íslensku og gerir eitthvað skemmtilegt saman auk þess að læra smávegis í íslensku t.d. spila borðspil, teikna, prjóna, horfa á bíómyndir, fara á sýningar og fá heimsókn frá áhugaverðum aðilum.

Kynntu þér Tengivirkið

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar:

Hólmfríður María Bjarnardóttir
holmfridur.maria.bjarnardottir@reykjavik.is 
s. 411-6200