Jökulheimar
Jökulheimar

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Börn
Sýningar

Sýning | Jökulheimar

Fimmtudagur 4. febrúar 2021 - Mánudagur 15. febrúar 2021

Sýningin Jökulheimar er á vegum þróunarverkefnisins LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar) sem er liður í menntastefnu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, Látum draumana rætast og er hluti af dagskrá Vetrarhátíðar.

Staðsetning: Torgið 1. hæð og Hringurinn 2. hæð.

Verkin  á sýningunni eru afrakstur vinnu nemenda Jelenu Bjeletic á Sæborg og Magnúsar Vals Pálssonar með nemendum í 2. bekk og umsjónarkennara 5. bekkjar Melaskóla. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og myndlistarmennirnir Anna Líndal og Hrafnkell Sigurðsson veittu börnunum innblástur en þau tóku auk þess þátt í listasmiðju hjá Maríu Sjöfn Dupuis Davidsdóttur og Ásthildi Jónsdóttur sem haldin var á bókasafninu. Við vinnslu verkanna var lögð áhersla á umbreytandi nám þar sem börnin voru hvött  til að hugsa á gagnrýnin hátt um tilveru okkar og hvernig við tengjumst náttúrunni.

LÁN verkefnin (listrænt ákall til náttúrunnar) veita forsendur til að opna hug og hjörtu þátttakenda og auka skilning þeirra á hinni stóru heimsmynd með verkfærum listarinnar til að skynja, skilja og lesa skilaboð umhverfisins.

Gestir sýningarinnar eru hvattir til að taka þátt með því að skoða bækur um jökla sem verða á sýningunni og tjá sig í máli og myndum um hugmyndir sínar um jökla og stöðu þeirra í heiminum.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146