Ritsmiðja
Ritsmiðja

Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Sumarsmiðja 9-12 ára | Kófið – ykkar eigin fantasía FULLBÓKAÐ

Mánudagur 8. júní 2020 - Föstudagur 12. júní 2020

FULLBÓKAÐ!

Í ritsmiðjunni fjöllum við á lifandi hátt um skapandi skrif og finnum frelsi til að heyra í eigin hugmyndum og leyfa þeim að fæðast.

Undanfarnir mánuðir hafa verið mjög óvenjulegir fyrir fólk á öllum aldri – líka fyrir börn. Í ritsmiðjunni ætlum við því að vinna með upplifunina af Kófinu og skrifa upp úr henni okkar eigin fantasíu.

Davíð Hörgdal Stefánsson rithöfundur ætlar að leiðbeina börnum í ritsmiðju fyrir 9-12 ára í Borgarbókasafninu í Kringlunni vikuna 8.-12 júní kl. 13-15. Aðgangur er ókeypis en takmörkuð pláss. Hægt er að skrá sig í smiðjuna hér að neðan.

Davíð Hörgdal Stefánsson (f. 1973) er rithöfundur, þýðandi, ritstjóri, prófarkalesari, fyrirlesari og skáld. Hann hefur gefið frá sér fjölda ljóðabóka, kennslubóka og smásagnasafna og hann hefur um árabil haldið námskeið í skapandi skrifum fyrir alla aldurshópa.

Smiðjan er því miður orðin fullsetin. Hægt er að skrá á biðlista hjá rut.ragnarsdottir@reykjavik.is

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar, sjá nánar hér. 
Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir: 
Rut Ragnarsdóttir
rut.ragnarsdottir@reykjavik.is