Smiðjur Sagna
Smiðjur Sagna

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9-12 ára
Börn

Sögur | Rit- og teiknismiðja

Sunnudagur 2. október 2022

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður að læra að skrifa og myndlýsa smásögu undir leiðsögn Bergrúnar Írisar rithöfundar og teiknara.

Námskeiðið er tvö skipti, sunnudagana 2. og 9. október

Skráning er hafin á sumar.vala.is

Dagskrá:
2. október: Bergrún Íris fer yfir undirstöðuatriðin í smásagnagerð og kennir börnunum skemmtilegar leiðir við að finna innblástur.
Milli námskeiða vinna börnin áfram með sína smásögu
9. október: Bergrún Íris leiðbeinir áfram í smásagnagerð og myndlýsingum og börnin leggja lokahönd á verkið.

Börnin verða hvött til að senda inn sína smásögu í samkeppni Sagna á vef KrakkaRÚV. Tuttugu smásögur verða svo valdar af dómnefnd í rafbókina Risastórar smásögur sem Menntamálastofnun gefur út. Tveir höfundar fá verðlaun á verðlaunahátíð Sagna næsta vor. Hátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. 

Bergrún Íris Sævarsdóttir er margverðlaunaður barnabókahöfundur. Hún hefur skrifað yfir 20 barnabækur og myndlýst fjöldann allan af fleiri barnabókum. Hún hefur haldið fjöldann allan af ritsmiðjum fyrir börn um allt land og tók þátt í gerð myndbanda um skapandi skrif fyrir Menntamálastofnun.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 4116146