Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Börn

Kakó Lingua | Sokkabrúðugerð með Momo Hayashi

Sunnudagur 19. febrúar 2023

Momo Hayashi, listakona og kennari frá Kobe í Japan, verður með sokkabrúðugerð í Kakó Lingua. Þátttakendur koma með staka sokka, annað sem þarf til föndursins verður á staðnum. Svo lærum við kannski smá japönsku í leiðinni! Momo er menntuð í kennslufræðum og íslensku og er meðeigandi í hönnunarbúðinni svartbysvart. Hún talar japönsku, ensku og íslensku en á öllum viðburðum Kakó Lingua leikum við okkur að því að brjóta tungumálamúrinn saman. Öll hjartanlega velkomin!

Á Kakó Lingua viðburðum kynnum við hvert annað fyrir nýjum tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi.
Viðburðirnir eru allir á Borgarbókasafninu Kringlunni og þátttaka ókeypis.
Viðburðirnir eru fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt,en þau yngstu gætu þurft á hjálp fullorðinna að halda.
Seinast, en alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum.

Facebook

Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is