wiola ujazdowska and kakó

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Kakó Lingua | Pólska

Laugardagur 13. mars 2021

Lærum og leikum með tungumálin okkar. Þessi viðburður er fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt. Kennum hvert öðru ný orðog setningar á öllum heimsins tungumálum í hvetjandi og notalegu umhverfi. Þessi viðburður er sniðinn að pólsku, en við bjóðum börn með hvaða tungumálabakgrunn sem er hjartanlega velkomin!  

Wiola Ujazdowska býr í Reykjavík og starfar við listir, gjörnina og sýningastjórn. Hún er með mastersgráðu í listfræði frá háskóla Nicolaus Copernicus í Póllandi, þar sem hún lærði líka listmálun við myndlistardeild skólans. Verk hennar hafa meðal annars verið sýnd í Bandaríkjunum, Portúgal, Þýskalandi, Póllandi, Slóvakíu og á Íslandi. Í listsköpun sinni beinir Wiola sjónum sínum að „öðrun“ í samfélögum og „öðrunarferlum“ í vestrænum samfélögum. Hún hefur mikla reynslu af listkennslu, sérstaklega barna og unglinga, og við erum afar ánægð að fá hana sem umsjónarmann Kakó lingua að þessu sinni!

Viðburður á Facebook

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is