Um þennan viðburð

Tími
12:30 - 14:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
8-12 ára
Börn
Skapandi tækni

Haustfrí | Minecraft FULLBÓKAÐ

Þriðjudagur 25. október 2022

Ertu Minecraft-snillingur eða varstu rétt að byrja? Þá er þetta námskeið fyrir þig.  Minecraftsérfræðingur frá Skemu í HR ætlar að leiðbeina áhugasömum heimssmiðum og kenna öll bestu trixin við að skapa nýja heima í Minecraft.  Komdu bara með hugmyndaflugið og áhugann, tölvur verða á staðnum.                                                                                      

Smiðjan er ókeypis en plássið takmarkað og því er skráning nauðsynleg.

ATH. Námskeiðið er fullbókað.  Til þess að afbóka skráningu þarf að hafa samband við Sæunni í síma: 411 6255

 

Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir fjölbreyttum tækninámskeiðum og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Skema notar aðferðafræði sem er studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Undirstöðuatriði aðferðafræðinnar byggja á jákvæðni, myndrænni framsetningu og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, deildarbókavörður
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6255