Fjögur börn sem standa hlið við hlið úti í náttúrunni í stígvélum. Sést ekki í andlit.
Ben Wicks/Unsplash

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Börn

Barnafataskiptimarkaður | Skildu eftir, taktu með

Laugardagur 7. maí 2022

Eru börnin vaxin upp úr fötunum, hætt að nota þau eða einfaldlega komin með leið á þeim? Hugsum um umhverfið og skiptumst á fötum í stað þess að kaupa ný.

Fyrirkomulagið verður svona:

  • Þú getur komið með vel með farin og hrein barnaföt og raðað þeim á stærðarmerkt borð.
  • Þér er velkomið að koma og taka föt heim þó þú komir ekki með föt að heiman.
  • Þér er velkomið að koma með föt að heiman en þarft ekki að taka með þér föt.
  • Þau föt sem verða eftir verða svo gefin í Rauða Krossinn.
  • Athugið að þetta er ekki sölumarkaður.

Engin skráning, heitt kaffi á könnunni, öll velkomin.

Lítið krílahorn verður á staðnum.

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá

stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is