Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 19:00
Verð
Frítt
Bókmenntir

VV sögur | Opin vinnusmiðja

Fimmtudagur 17. nóvember 2022

Við bjóðum notendum að læra að semja sína eigin VV sögu á bókasafninu. VV sögur (e. visual vernacular) eru einn hluti táknmálsbókmennta og einkennandi fyrir döff menningu. Þær byggja á látbragði, látbrigðum og persónusköpun og öðrum þáttum sem öll táknmál í heiminum eiga sameiginlegt.

Um er að ræða opna smiðju sem er kennd á íslensku táknmáli af Elsu G. Björnsdóttir, táknmálstúlki, kvikmyndagerðarkonu og kennara. Smiðjan fer fram á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum á eftirfarandi dögum og eru allt í allt 12 smiðjur:
Október
11., 12. og 13. október 2022
18., 19. og 20. október 2022
Nóvember
8., 9. og 10. nóvember 2022
15., 16. og 17. nóvember 2022

Þátttaka er ókeypis, en skráning er nauðsynleg.

Öll sem hafa áhuga geta sótt um að taka þátt með því að senda tölvupóst á netfangið:
vvsogur@gmail.com (skriflega eða með myndbandi)
Skráningarfrestur er til  3. október 2022. Svar mun berast til baka í síðasta lagi föstudaginn 7. október.

Vinnusmiðjan er hluti af verkefninu VV sögur. Það er styrkt af Bókasafnasjóði og er samstarfsverkefni Ós Pressunnar, Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar.

Frekari upplýsingar
Anna Valdís Kro
Verkefnastjóri | VV sögur
vvsogur@gmail.com