Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:00
Verð
Frítt
Staður
Streymi
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir
Netviðburðir

Sagnakaffi í streymi | Söngvar með sögum

Miðvikudagur 11. nóvember 2020

 Sagnakaffinu verður streymt á Facebook síðu Borgarbókasafnsins.

Vísur og skvísur heitir tvíeykið sem kemur á næsta Sagnakaffi og ætlar að flytja lög frá ýmsum löndum. Í vísnatónlist hefur textinn ekki síðra vægi en laglínan og hvert lag segir sína sögu.

Hljómsveitin er skipuð skvísunum Vigdísi Hafliðadóttur og Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur, en þær hafa báðar stundað nám við Norræna Vísnasöngskólann í Kungälv í Svíþjóð og hafa því sérhæft sig í norrænni vísnatónlist. Á heimaslóðum vilja þær nú færa löndum sínum fagnaðarerindið. Þær stöllur hafa komið fram á tónleikum hér á landi sem og á vísnahátíðum á Norðurlöndunum. Fyrsta vísnaplata Þorgerðar Ásu Í rauðum loga kom út í haust.

Á Sagnakaffinu er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefnt.

Nánari upplýsingar veitir:

Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
Netfang: olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6256 / 664 7718