Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:30
Verð
Frítt
Bókmenntir
Fræðsla

FULLBÓKAÐ - Minningabankinn | Námskeið með Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur

Þriðjudagur 7. febrúar 2023

 

Okkur langar að bjóða þér að mæta með minningar þínar og gefa þér tíma og fá leiðsögn við að smíða úr þeim bókverk. Við munum gera tilraunir með texta, myndir og einfalt bókband. Komdu fagnandi og leggðu inn í Minningabankann á bókasafninu, þú þarft ekki að koma með neitt nema þig. 

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir leiðir vinnustofurnar ásamt rithöfundunum Auði Jónsdóttur, Natöshu S., Evu Rún Snorradóttur og Kamillu Einarsdóttur.

 


Febrúarnámskeiðið hefst 7. febrúar. Námskeið felur í sér fjórar vinnustofur á þriðjudögum milli klukkan 16:00-19:00 á Borgarbókasafninu Grófinni.

Námskeið á Facebook

Boðið er upp á þrjú námskeið, í febrúar, mars og apríl.

Skráning
Laust er fyrir 10 þátttakendur á hverju námskeiði.
Þátttaka er að kostnaðarlausu en skráning nauðsynleg.
Áhugasamir geta skráð sig með því að senda tölvupóst: dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Um verkefnið: Minningabankinn

Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka