Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Kaffistundir

Ljóðakaffi | Óáþreifanleg ríkidæmi

Miðvikudagur 11. september 2019

,,Munið að helstu ríkidæmin eru óáþreifanleg"

Þessi tilvitnun er úr ljóði Evu Rúnar Snorradóttur sem vann Maístjörnuna í vor fyrir ljóðabókina ,„Fræ sem frjóvga myrkrið“ en Eva er einmitt ein þeirra skálda sem koma til okkar á Ljóðakaffið.

Eru ljóð óáþreifanleg ríkidæmi og höfða þau þá kannski frekar til tilfinninganna, en skynseminnar?  Skynjum við ljóð eða upplifum frekar en annan texta? Þessu og ýmsu í sambandi við ljóð og skáldskap ætla skáldin að velta fyrir sér á fyrsta Ljóðakaffi haustsins.
Ljóðakaffi er ný viðburðaröð í Gerðubergi en þetta er í þriðja sinn sem við fáum til okkar ljóðskáld til að lesa ljóðin sín og ræða um þau.
Þau sem mæta í þetta sinn eru: Brynja Hjálmsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson,  Eva Rún Snorradóttir, Haukur Ingvarsson og Ragnar Helgi Ólafsson.
Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa nýlega verið í umræðunni og vakið athygli fyrir ljóð sín.

Eftir að þau hafa lesið upp úr verkum sínum fá gestir að spyrja skáldin út í ljóðaskrifin, innblástur og fleira.  Eða bara hvað sem er í sambandi við ljóðin þeirra og skáldskapargyðjuna.

Ljóðakaffi er vettvangur fyrir alla að lesa upp ljóðin sín. Eftir hlé eru ljóðaáhugamenn og skáld meðal gesta hvattir til að lesa upp ljóð sem þeir hafa geymt í skúffunni eða í tölvunni. Ekki ganga of lengi með ljóð í maganum. Taktu skrefið og komdu uppúr skúffunni.

Ljóðakaffi er nýr viðburður sem verður í bland við Sagnakaffi annan miðvikudag mánaðarins í Gerðubergi. Jafnframt er boðið upp á handverkskaffi, heimspekikaffi, leikhúskaffi og bókakaffi á miðvikudagskvöldum í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.

Ljóðakaffi fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dagskrá stendur.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veitir:

Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri

Netfang: olof.sverrisdottir@reykjavik.is