Ungt fólk - Hvað viljið þið lesa?

Viltu hverfa á vit ævintýranna í framandi fantasíuheimi? Sökkva þér ofan í spennandi myndasögur? Eða slást í för með ósköp venjulegu fólki í leit að sínum samastað í lífinu? 

Hillur bókasafnsins innihalda eitthvað fyrir alla; sannar reynslusögur, fræðslubækur um verstu hárgreiðslur allra tíma, myndasögur af öllum stærðum og gerðum, fantasíur og ástarsögur. Veistu ekki hvað þú vilt lesa næst? Fáðu innblástur hér fyrir neðan eða leitaðu til okkar á safninu – okkur finnst ekkert skemmtilegra en að finna næstu bók fyrir þig!

Nánari upplýsingar veitir Ásta Halldóra Ólafsdóttir, deildarbókavörður og teymisstjóri unglingastarfs
asta.halldora.olafsdottir@reykjavik.is