Hvað er Verkstæði?

Verkstæði Borgarbókasafnsins eru sérútbúin rými með fjölbreyttum forritum, tækjum og tólum og er hvert Verkstæði með sitt sérsvið. Verkstæðin má finna á fjórum söfnum, í ÁrbæGerðubergi, Grófinni og Úlfarsárdal, auk þess sem Verkstæðin eru reglulega með ,,pop-up,, viðburði á bókasöfnunum í Kringlunni, Spönginni og Sólheimum

Notendur geta bókað einstaka tæki eða vinnustöð á Verkstæðunum til að t.d. sinna eigin verkefnum, koma með skólahópa, gera tilraunir með tæki og forrit, vinna í hóp, kenna hver öðrum eða læra meira á eigin hraða. Undir Verkstæðin falla Fiktdagar, Smiðjur, Fiktvarpið og Kompan

verkstaedi_heimasida_1100x300-01.jpg

Í takt við stefnu Borgarbókasafnsins Opið rými allra ættu flest að finna eitthvað við sitt hæfi á Verkstæðunum óháð aldri, getu og bakgrunni. Þar er meðal annars hægt að 3D-prentað símahylki, semja tónlist, klippa myndbönd, sauma föt, prenta út fatamerki og vegglímmiða, búa til barmmerki eða forrita í Minecraft og skapað sameiginlegan heim með vinum.

Þau sem eru að taka sín fyrstu skref í tækninni eru sérstaklega hvött til að mæta á Fiktdaga þar sem boðið er upp á leiðsögn starfsmanns. 

Ókeypis aðgangur er að Verkstæðunum og öllum viðburðum sem falla undir þau en notendur þurfa að eiga bókasafnskort til að bóka Verkstæði eða tæki til einkanota og einnig til að bóka Kompuna. 

 

Makerspace 
Almenningsbókasöfn víða um heim veita opinn aðgang að nútímatækni og tækjabúnaði. Þjónustan gengur undir nafninu „makerspace“ og vísar í opin rými þar sem fólk er hvatt til að prófa sig áfram, skapa og uppgötva nýja hluti. Þannig stuðla bóksöfnin að auknu tæknilæsi með því að bjóða börnum og fullorðnum aðgang að tækni og tækifærum. Tæknilæsi og forritun eru óðum að verða lykilþættir í menntun barna og fullorðinna, auk þess sem hugmyndafræði nýsköpunar nýtist á flestum sviðum. 

 

Komdu að fikta!